Prenthaus

HSN komið í frí frá bólusetningum með nokkrum undantekningum

HSN komið í frí frá bólusetningum með nokkrum undantekningum

Heilbrigðisstofnun Norðurlands er nú komin í frí frá bólusetningum fram í miðjan ágúst en þó með nokkrum undantekningum. Verið er að klára seinni bólusetningar og nú hafa verið gefnar út allra síðustu dagsetningar fyrir bólusetningar fyrir sumarfrí.

Á Akureyri fara bólusetningar áfram fram á Slökkivstöð Akureyrar. Þriðjudaginn 20. júlí verður seinni bólusetning þeirra sem fengu Pfizer bóluefni 30. júni og fyrr. Þetta eru einungis seinni bólusetningar og hafa boð verið send út. Bólusett verður frá kl: 13:00-14:00. Ekki eru til aukaskammtar fyrir þá sem eru á ferðalagi á Akureyri eins og hefur verið undanfarið.

Í Fjallabyggð fara bólusetningar fram á heilsugæslunni á Siglufirði. Miðvikudaginn 21. júlí verður seinni bólusetning með Pfizer og Astra Zeneca. Bólusett verður kl:15:00 og verða boð send út á næstu dögum. Þeir sem eru á ferðalagi geta haft samband við heilsugæsluna í Fjallabyggð og athugað með aukaskammta í seinni bólusetningu.

Bólusetning á Dalvík fer fram á heilsugæslunni á Dalvík. Miðvikudaginn 21. júlí verður seinni bólusetning með Pfizer bóluefni kl: 13:00. Allir eiga að hafa fengi boð. Á Húsavík verða seinni bólusetningar með Pfizer og Astra Zeneca bóluefni í viku 30. Nánara fyrirkomulag verður auglýst þegar nær dregur og boð send út. Einnig hægt að hafa sambandi við heilsugæsluna á Húsavík til að fá nánari upplýsingar.

Á Sauðárkróki og Blönduósi er alfarið komið frí fram í ágúst. Bólusetningar hefjast aftur um miðjan ágúst og verða þá með breyttu sniði. Fyrirkomulag og dagsetningar verða auglýstar síðar.

UMMÆLI