Hugmyndir um fluglínubrautir í Glerárgili

Hugmyndir um fluglínubrautir í Glerárgili

Jón Heiðar Rún­ars­son og Aníta Haf­dís Björns­dótt­ir hafa kynnt fyr­ir skipu­lags­ráði á Ak­ur­eyri hug­mynd­ir sín­ar um að setja upp flug­línu­braut­ir, eða ziplín­ur, á svæði við Gler­ár­gil á Ak­ur­eyri. Þetta kemur fram á mbl.is.

Þar segir að skipulagsráð hafi tekið jákvætt í erindið. Svæðið sem um ræðir er skammt neðan við brú við Þing­valla­stræti og til norðurs í átt að Há­skól­an­um á Ak­ur­eyri og hug­mynd­in geng­ur út á að setja upp alls fimm lín­ur. Sviðsstjóra skipu­lags­sviðs var falið að vinna málið áfram.

„Þetta er enn á byrj­un­ar­reit hjá okk­ur, við erum á hönn­un­ar- og hug­mynda­stigi með þetta verk­efni en mun­um halda okk­ar vinnu áfram,“ seg­ir Jón Heiðar í spjalli við mbl.is og það má finna nánari umfjöllun um málið á vef Mbl með því að smella hér.


UMMÆLI

Sambíó