Jón Heiðar Rúnarsson og Aníta Hafdís Björnsdóttir hafa kynnt fyrir skipulagsráði á Akureyri hugmyndir sínar um að setja upp fluglínubrautir, eða ziplínur, á svæði við Glerárgil á Akureyri. Þetta kemur fram á mbl.is.
Þar segir að skipulagsráð hafi tekið jákvætt í erindið. Svæðið sem um ræðir er skammt neðan við brú við Þingvallastræti og til norðurs í átt að Háskólanum á Akureyri og hugmyndin gengur út á að setja upp alls fimm línur. Sviðsstjóra skipulagssviðs var falið að vinna málið áfram.
„Þetta er enn á byrjunarreit hjá okkur, við erum á hönnunar- og hugmyndastigi með þetta verkefni en munum halda okkar vinnu áfram,“ segir Jón Heiðar í spjalli við mbl.is og það má finna nánari umfjöllun um málið á vef Mbl með því að smella hér.
UMMÆLI