NTC

Hulda Bryndís snýr aftur í KA/Þór

Mynd/www.ka.is

Hulda Bryndís Tryggvadóttir skrifaði í gær undir samning við kvennalið KA/Þórs í handbolta. Hulda þekkir vel til á Akureyri en hún er uppalin hjá KA og lék síðast með KA/Þór tímabilið 2015-2016.Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu KA en þar er talað um að Hulda verði mikill liðsstyrkur fyrir komandi átök í 1. deildinni.

Lið KA/Þórs var mjög nálægt því að tryggja sér sæti í deild þeirra bestu á síðasta tímabili en liðið endaði í 2. sæti í 1. deildinni og tapaði svo í úrslitum umspilsins gegn Selfyssingum. Hulda lék á síðustu leiktíð með HK sem lék einnig í 1. deildinni.

KA/Þór hefja leik 23. september þegar Valskonur koma í heimsókn í KA heimilið.

VG

UMMÆLI

Sambíó