Húlladúlla á Akureyri yfir verslunarmannahelgina

Húlladúlla á Akureyri yfir verslunarmannahelgina

Húlladúllan ætlar að koma fram á tveimur stöðum á Akureyri yfir verslunarmannahelgina í ár.

Föstudagurinn 29.júlí
Húlladúllan mun koma fram á Glerártorgi og verður með Húllahringjagerðarsmiðju sem er skemmtileg smiðja þar sem þátttakendur eignast og skreyta sinn eigin húllahring.  

Smellið hér á linkinn til að skrá þátttöku:https://forms.gle/xKUk6RM92VFvYnsH7
Tekið er við skráningum til og með 30. júlí. 

Þátttakendur fá í hendurnar berrassaðan húllahring sem Húlladúllan hefur sett saman sérstaklega fyrir hvern og einn sem skráir sig. Hún sýnir hvernig er best að bera sig að eiga við límböndin og síðan skreytum við hringina okkar saman með flottum og litríkum límböndum. Í lok smiðjunnar húlla svo allir saman og Húlladúllan kennir þátttakendum skemmtileg húllatrix.
Þið eruð öll velkomin í smiðjuna, bæði lítil og stór. Athugið þó að það er æskilegt að tíu ára og yngri mæti í fylgd foreldra eða eldri systkina, sem geta aðstoðað þau við að teipa hringinn svo hann verði sem best heppnaður.


Sunnudaginn 31.júlí
Húllumhæ í Kjarnaskógi á skógardeginum

Húlladúllan verður með húllasýningu og húllafjör þar sem hún gengur á milli þátttakenda og nálgast hvern og einn á þeirra getustigi. Húlladúllan er með mörg skemmtileg og töff húllatrix fyrir bæði lengra komna og byrjendur. Einnig verða leikir og áskoranir þar sem rúmlega hundrað hringir af öllum stærðum og gerðum koma fram. Ekki má gleyma að nefna risastórann húllahring sem fólk fær að spreyta sig á

Sem sirkuskennari sérhæfir Húlludúllan sig í sirkuskennslu sem er miðuð að fjölskyldu/hópi á blönduðu aldursbili. Hlökkum til að eiga góða stund saman í Kjarnaskógi

*Birt með fyrirvara um breytingu

Sambíó

UMMÆLI