Húsasmiðjan, Blómaval og Ískraft opna nýja verslun á Akureyri

Húsasmiðjan, Blómaval og Ískraft opna nýja verslun á Akureyri

Húsasmiðjan, Blómaval og Ískraft opna nýja stórverslun á Akureyri næstkomandi föstudag, 18. mars, klukkan 9. Verslunin er staðsett við Freyjunes 1 til 3.

Verslunin hefur verið 2 ár í hönnun og mun marka nýja tíma í útliti og upplifun viðskiptavina staðanna. 

Nýja húsnæðið er 5.000 fermetrar og sérhannað til reksturs byggingavöruverslunar. „Aukið vöruúrval, aukin þjónusta og allt gert til þess að þín framkvæmd gangi hratt og örugglega fyrir sig. Nú er allt undir sama þaki, Húsasmiðjan, Timbursalan, Blómaval og Ískraft,“ segir í tilkynningu.

UMMÆLI

Sambíó