Húsasmiðjan slæst í hóp styrktaraðila handknattleiksdeildar KA

Húsasmiðjan slæst í hóp styrktaraðila handknattleiksdeildar KA

Húsasmiðjan mun styrkja handknattleiksdeild KA til næstu þriggja ára. Með samstarfinu mun Húsasmiðjan verða sýnileg með merkingum á gólfi á heimleikjum KA. 

,,Stuðningur fyrirtækja skiptir íþróttahreyfinguna gríðarlegu máli. Við bjóðum Húsasmiðjuna velkomna í hóp styrktaraðila okkar og um leið óskum þeim til hamingju með nýja og glæsilega verslun við erum sannfærð um að þetta hjálpi okkur til að ná markmiðum okkar,“ segir Haddur J. Stefánsson, formaður handknattleiksdeildar KA.

„Það er hluti af okkar samfélagsstefnu að styðja við góð málefni í þeim samfélögum sem við störfum. Nú höfum við opnað glæsilega verslun hér á Akureyri og því þykir okkur mikilvægt að styðja um leið við góð málefni hér á svæðinu og um leið þakka fyrir frábærar viðtökur hér,“ segir Magnús Magnússon, markaðsstjóri Húsasmiðjunnar.

UMMÆLI