Múlaberg

Hvað eiga nýju rennibrautirnar að heita?

Hvað eiga nýju rennibrautirnar að heita?

Akureyrarbær hefur efnt til nafnasamkeppni þar sem leitað er að nöfnum á allar þrjár nýju rennibrautirnar í Sundlaug Akureyrar. Á myndinni hér að ofan má sjá teikningar af rennibrautunum með númerum.

Hugmyndir og tillögur sendist á netfangið sund@akureyri.is. Síðasti dagur til að senda inn tillögu er þriðjudagurinn 27.júní næstkomandi. Nöfnin verða kynnt þegar rennibrautirnar verða vígðar um næstu mánaðarmót.

Vinningshafi fær að launum árskort í sund og fær að fara fyrstu ferð í eina af nýju rennibrautunum.

Sambíó

UMMÆLI