Hvað hefur kvótakerfið gefið okkur og hvað hefur það tekið frá okkur?

Hvað hefur kvótakerfið gefið okkur og hvað hefur það tekið frá okkur?

Fulltrúar Viðreisnar standa fyrir opnum fundi á Bryggjunni á Akureyri fimmtudaginn 7. apríl næstkomandi undir yfirskriftinni Verbúðin Ísland. Á fundinum verður rætt um kvótaferfi Íslands. Til stendur að ræða stöðu sjávarútvegsmála á landinu.

Rætt verður um hvað kvótakerfið hefur gefið okkur og hvað það hefir tekið frá okkur ásamt því hvert eigi að stefna í dag. Akureyringar eru hvattir til þess að mæta og taka samtalið við fulltrúa Viðreisnar um þjóðareignina og framtíð hennar.

Á fundinum verða Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði, Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, og Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra.

Sambíó

UMMÆLI