Origo Akureyri

Hvað hefur kvótakerfið gefið okkur og hvað hefur það tekið frá okkur?

Hvað hefur kvótakerfið gefið okkur og hvað hefur það tekið frá okkur?

Fulltrúar Viðreisnar standa fyrir opnum fundi á Bryggjunni á Akureyri fimmtudaginn 7. apríl næstkomandi undir yfirskriftinni Verbúðin Ísland. Á fundinum verður rætt um kvótaferfi Íslands. Til stendur að ræða stöðu sjávarútvegsmála á landinu.

Rætt verður um hvað kvótakerfið hefur gefið okkur og hvað það hefir tekið frá okkur ásamt því hvert eigi að stefna í dag. Akureyringar eru hvattir til þess að mæta og taka samtalið við fulltrúa Viðreisnar um þjóðareignina og framtíð hennar.

Á fundinum verða Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði, Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, og Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó