Prenthaus

Hver vill hundaskít?

Mynd: Akureyri.is

Að gefnu tilefni er athygli vakin á því að samkvæmt 11. grein samþykktar Akureyrarbæjar um hundahald í bænum er hundaeigendum skylt að fjarlægja saur eftir hunda sína.

Starfsfólk bæjarins, sem keppist nú við að slá grasflatir á opnum svæðum og gera bæinn okkar sem fallegastan, kvartar sáran yfir því að fá hundaskít í sláttuorfin og þaðan yfir föt sín og jafnvel andlit. Börn og fullorðnir leika sér á opnum svæðum og eiga heimtingu á að geta notið hollrar útiveru án þess að eiga á hættu að atast út í hundaskít.

Það kostar litla fyrirhöfn og er varla nema eitt handtak að hirða úrganginn úr dýrunum í poka og koma í næstu ruslatunnu.

Ágæti hundaeigandi, láttu ekki þitt eftir liggja!

Samþykkt um hundahald í Akureyrarkaupstað.

Fréttatilkynning af Akureyri.is

Sambíó

UMMÆLI