Hvernig er hægt að vera vistvænn um jólin og spara í leiðinni?

Hildur og Rakel

Hildur og Rakel

Hildur Þórbjörg Ármannsdóttir og Rakel Guðmundsdóttir sem halda úti bloggsíðunni https://svonablogg.wordpress.com/ hafa gefið út góð ráð til að hugsa um umhverfið í kringum jólin. Á Svonablogg einblína þær á sjálfbærni, nýtingu og umhverfið og minna okkur á í nýjasta pistli sínum að það má ekki gleyma að hugsa um þessa hluti í jólastressinu.

Á dögunum birtum við lista sem þær settu saman um hluti sem hægt væri að gera í daglegu lífi til að huga að þessum hlutum. Jólin eru mikill tími neysluhyggju og því ákváðu þær að gefa okkur nokkur svipuð ráð um hvernig er hægt að hugsa um nátturuna, vera vistvænni og spara.

Sjá einnig: 15 ráð til að vera umhverfisvænni

Þær benda á vistvæn jólatré en Skógræktarfélag Akraness er með vistvæn jólatré bæði til leigu og sölu. Í Eyjafirði er Skógræktarfélag Eyfirðinga einnig með jólatré í potti sem hægt er að gróðursetja aftur.

,,Þá færðu hjá þeim jólatré í potti sem þú síðan skilar síðan eftir hátíðirnar, þau bjóðast meira segja til að sækja trén sé þess óskað, og færð þá hluta af kostnaði trésins til baka. Þau verða síðan gróðursett aftur! (Getur einnig haldið trénu og gróðursett það í garðinum þínum t.d.)“

Einnig tala þær um að endurnýta jólapappírinn og gefa gjafir frá Unicef ásamt mörgu öðru.

,,Endurnýta jólapappírinn. Það er vissulega skemmtilegt að tæta upp pakkana en það er líka ótrúlega sniðugt að geyma pappírinn af pökkum sem maður fær og nýta hann svo sjálfur árið eftir. Einnig er hægt að kaupa vistvænni jólapappír.“

Til að sjá öll ráðin hjá þessum sniðugu stúlkum má lesa pistilinn í heild sinni hér. 

Vistvænni jól 2016

Sambíó

UMMÆLI