Intersand MaxCare 12 kg | Gæludýr.is

Hvetja Akureyringa til að hreyfa sig í náttúrunni: „Við erum með fjöll, dali og stíga í bakgarðinum“

Hvetja Akureyringa til að hreyfa sig í náttúrunni: „Við erum með fjöll, dali og stíga í bakgarðinum“

Hjónin Eva Birgisdóttir og Þorbergur Ingi Jónsson munu á næstunni bjóða upp á göngu- og útivistarprógram fyrir Akureyri og nágrenni sem miðar að því að fá byrjendur til að hreyfa sig í nátturunni.

Boðið verður upp á fjórar leiðir. Sú fyrsta hentar fólki sem vill bæta líkamlegt form og heilsu en hefur lítið verið að hreyfa sig. Hér er aðallega um léttar gönguferðir að ræða en markmiðið er að í lok sumars geti fólk farið í 10-15 km fjallgöngu. Í þessu prógrammi er byrjað mjög rólega og hentar það vel þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í útivist og hreyfingu. Æfingar 2 til 3 sinnum í viku.

Leið tvö er fyrir þá sem hafa einhverja reynslu af fjallgöngum eða hafa verið að hreyfa sig eitthvað í gegnum tíðina og vilja bæta formið. Hér blandast fjallgöngur og létt skokk saman í æfingarprógrammi. Æfingar 2-3 sinnum í viku.

Leið þrjú er fyrir fjölskyldur en markmiðið er að fjölskyldan gangi á fimm fjöll fyrir lok sumars. Þó svo að það megi að sjálfsögðu einnig fara ein/n. Gengið verður í nágrenni Akureyrar með fallegu útsýni. Létt prógram með æfingum 2 sinnum í viku sem fjölskyldan tekur saman (ef hægt er) ásamt því að ganga á fjöllin fimm. Fyrsta fjallið sem gengið er á, verður með leiðsögn. Einnig verður boðið upp á prógram fyrir fjölskyldur með yngri börn sem treysta sér ekki upp á fjallstoppa (hér má líka fara ein/n). Gamli, Fálkafell eru á meðal markmiða auk styttri æfinga í hverri viku.

„Hugsjón okkar er að gera Akureyri og nágrenni að útivistarparadís því umhverfið okkar bíður svo sannarlega upp á það. Við erum með fjöll, dali og stíga í bakgarðinum sem bíða okkar og við viljum auka tækifæri fólks og kynna það fyrir þessari útivistarparadís sem við tölum um. Þó eru margir að nota okkar flottustu stíga í kringum bæinn en það er þarna hópur sem hægt er að hvetja áfram,“ segir Þorbergur Ingi.

„Því miðar okkar prógram að þeim sem eru að stíga sín allra fyrstu skref í útivist og þá sem hafa aðeins verið að hreyfa sig. Prógramið fyrir fjölskyldur, fjölskyldan á fjöll, er ekki eingöngu hugsað sem hreyfing heldur aukin samvera fjölskyldunnar í náttúrunni sem er heilsusamleg öllum aðilum. Fjölskyldan er með sameiginlegt markmið að klára 5 fjöll og vinnur saman að því. Þegar fjölskyldan hefur náð fjallstoppunum 5 verður hún Fjallafjölskylda 2020. Við hvetjum alla til að skrá sig. Þetta er líka frábært kostur fyrir fyrirtæki að kaupa handa starfsmönnum sínum sem heilsueflingu á vinnustað. Við gerum þeim tilboð,“ segir Þorbergur.

Þorbergur Ingi er margreyndur hlaupari og okkar fremsti utanvegahlaupari á Íslandi. Hann á fjölmörg brautarmet og meðal annars í Laugaveginum þar sem hann hljóp árið 2015 á tímanum 3:59 klukkustundir. Þorbergur hefur þjálfað hlaupahópa í mörg ár með áherslu á utanvegar og fjallahlaup með góðum árangri.

Eva er fjallahlaupari og er í Meistaranámi í Íþrótta- og heilsufræðum og vinnur nú að lokaverkefni sínu en það er einmitt bók um gönguleiðir á Akureyri og nágrenni.

Þorbergur og Eva eru miklir náttúruunnendur og fjallagarpar sem hafa ástríðu fyrir því að kynna fólki fyrir þessari dásamlega umhverfi og náttúru sem við höfum allt í kringum okkur.

Nánari upplýsingar má finna á Facebook síðu þeirra með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó