Hvítt yfir Akureyri á kjördag

Það hefur sennilega ekki farið framhjá þeim Akureyringum, sem litið hafa út um glugga, að það er hvítt yfir öllu í fyrsta skiptið í vetur. Í dag leggja flestir landsmenn leið sína á kjörstað og líklegt er að umferð verði talsverð á Akureyri í dag. Margir bílar eru enn á sumardekkjum og því þarf að sýna sérlega aðgát í umferðinni. Ökumönnum er ráðlagt að fara varlega innanbæjar sem utan.

Kaffið hvetur alla til þess að mæta á kjörstað og nýta kosningaréttinn. Gleðilegar kosningar!

Akureyri kl. 9 í morgun, 29.október

Akureyri kl. 9 í morgun

Sambíó

UMMÆLI