Í fótspor frúarinnar á Hólum – seinni hluti

Í fótspor frúarinnar á Hólum – seinni hluti

Seinni þáttur um Helgu biskupsfrú og ævintýralegan flótta hennar undan her danska kóngsins sumarið 1551. Í fyrri þætti kynntu þáttastjórnendur Helgu Sigurðardóttur og Jón Arason til sögunnar og hvernig andstaða Jóns gegn siðbreytingu varð að lokum til þess að Helga flúði upp til fjalla í Skagafirði.

Að þessu sinni fara Addi og Binni upp fjallið og heimsækja staðinn þar sem Helga hélt til í tjaldi ásamt fylgdarliði á meðan kóngsins menn fóru um ruplandi og rænandi. Sagan segir að hún hafi tekið eitthvað fémætt með sér. Leynist kannski fjársjóður í fjallinu?

Í fótspor frúarinnar á Hólum – seinni hluti er aðgengilegur á streymisveitunni Spotify.

UMMÆLI

Sambíó