Íbúakosning um skipulag Oddeyrar er hafin

Íbúakosning um skipulag Oddeyrar er hafin

Ráðgefandi íbúakosning um breytingu á aðalskipulagi Oddeyrar hófst í dag, 27. maí, og stendur til og með mánudeginum 31. maí. Þetta kemur fram á vef bæjarins.

Allir íbúar með lögheimili í sveitarfélaginu, 18 ára og eldri, geta tekið þátt í gegnum þjónustugátt Akureyrarbæjar. Til að komast þar inn þarf Íslykil eða rafræn skilríki. Þegar komið er inn í þjónustugáttina velur þú „Kannanir“ úr stikunni, þar á eftir smellir þú á „Oddeyri – ráðgefandi íbúakosning“ og þá birtast möguleikarnir sem hægt er að velja á milli.

Smelltu hér til að fara í þjónustugáttina

Opnað hefur verið sérstakt vefsvæði um málið á heimasíðu Akureyrarbæjar með öllum helstu upplýsingum. Smelltu hér til að skoða vefsvæðið

„Valið er á milli þriggja kosta sem fela í sér mismunandi hámarkshæð bygginga á svæðinu, en auk þess er hægt að taka þátt án þess að taka afstöðu með því að merkja við fjórða kostinn. Hver og einn íbúi hefur eitt atkvæði. Kosningin er ráðgefandi en ekki bindandi og er fyrst og fremst verið að kanna hug og vilja fólks gagnvart uppbyggingu á svæðinu. Mikilvægt er að sem flestir taki þátt svo að könnunin endurspegli sem best viðhorf íbúa,“ segir í tilkynningu Akureyrarbæjar.

UMMÆLI

Sambíó