Prenthaus

Íbúakosningin sem hvarf

Íbúakosningin sem hvarf

Jón Ingi Cæsarsson skrifar

Fyrir all nokkru var kosið um skipulagstillögur á Oddeyri. Niðurstaða kosningarinnar var mjög afgerandi, bæjarbúar höfnuðu tillögum Skipulagsráðs og vildu óbreytt skipulag.

Skipulag sem gerir ráð fyrir uppbyggingu á Tanganum til framtíðar og húsin 3 til 4 hæðir. Niðurstaða sem römmuð var inn í aðalskipulag og rammaskipulag á Oddeyri.

Skipulagsráð brást undarlega við þessum niðurstöðum og sendu bæjarstjórn tillögu sem fékk 18% fylgi í umræddri könnun. Bæjarsstjórn vísaði málinu til baka á Skipulagsráð og þar er málið, málinu frestað.

Af hverju dregur Skipulagsráð lappirnar í málinu og aðhefst ekki? Auðvitað á ráðið að taka tillögur sínar af dagskrá með formlegum hætti og lýsa því yfir að óbreytt skipulag gildi og fara í að skoða framtíð svæðisins með uppbyggingu í huga í samræmi við niðurstöður íbúakosningar.

Það læðist að manni sá grunur að ráðið sem að spila einhvern leik í skjóli myrkurs og bíði færis að koma tillögum sínum áfram þrátt fyrir íbúakosninguna og niðurstöður hennar. Skipulagsráð hefur sýnt það svart á hvítu að samráð og samvinna við íbúa er ekki á dagskrá ráðsins. Handan við hornið bíður tillaga um beytingar á skipulagi við Tónatröð og það er sannarlega ekki mál sem mun henta svæðinu og hvað þá skoðunum íbúa. Framsettar hugmyndir eru galnar.

Skipulagsráði og skipulagsstjóra virðist hugnast best að henda fram tillögum án nokkurs samráðs og samvinnu og taka slaginn.  Það eru forkastanleg vinnubrögð.

Nú er að sjá hvort skipulagið á Oddeyri sé á ís og Skipulagsráð sé að bíða eftir því að storminn lægi og hægt verið að troða einkahugmyndum formanns ráðsins og flokks hans verði komið í gegn..

Gæti það ekki verið líklegt bara, en það mun ekki takast. Íbúar á Akureyri vilja fagleg vinnubrögð, samvinnu og samráð við íbúa.

Við fylgjumst með og skoðun okkar er að það verði að loka málinu í samræmi við íbúakosningu og hefjast handa við að móta framtíð svæðisins með fagleg sjónarmið að leiðarljósi.

Annað er ekki á dagskrá.


Vilt þú birta grein á Kaffið.is? Sendu á okkur með því að smella hér

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó