NTC netdagar

Íbúar í Hafnarstræti ósáttir við framkvæmdir – Útsýnið horfið

Núverandi útsýni úr glugga Hafnarstrætis 88, annarri hæð.

Framkvæmdirnar sem nú standa yfir í miðbænum, nánar til tekið við Drottningarbrautina, hafa verið mikið í umræðunni síðan þær hófust síðastliðið vor. Þá hefur skipulagið verið mjög umdeilt og ýmist gagnrýnt harðlega eða lofað af íbúum bæjarins.

Umræðan hefur verið sérstaklega lífleg síðastliðna viku inn á Facebook hópnum Miðbærinn. Þar eru nokkrir búnir að birta myndir af skipulaginu og framkvæmdunum og leita eftir skoðunum fólks. Alls eru komin um 400 komment á þræðina til samans og virðist mörgum vera heitt í hamsi yfir þessu öllu saman.

Útsýni úr glugga Hafnarstrætis 88, annari hæð, sumarið 2016.

Dóra Hartmannsdóttir, eigandi íbúðar í Hafnarstræti 88 tók þátt í umræðunni og birti mynd frá því síðastliðið sumar og síðan mynd tekna í fyrradag. Þá skrifar hún: ,,Útsýnið síðastliðið sumar og svo núna úr íbúðinni minni.

Á myndunum má greinilega sjá hvernig útsýnið hefur horfið á bakvið nýbyggingarnar við Drottningarbraut, sem þó koma til með að verða hærri en á myndinni, enda framkvæmdirnar tiltölulega stutt komnar.

Í samtali við Kaffið.is segir Dóra það gleymast oft í umræðunni um skipulagið að það býr fólk þarna í kring. Það er fólk sem býr í þessum húsum að missa útsýnið sitt, getur sjaldan fundið sér bílastæði og býr við þessar framkvæmdir alla daga frá átta á morgnanna til sjö á kvöldin.
„Það er bara virkilega illa staðið að þessu skipulagi á allan hátt“, segir Dóra.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó