NTC netdagar

Íbúar í Naustahverfi óttaslegnir

Naustahverfi

Íbúar í Naustahverfi á Akureyri eru uggandi yfir óprúttnum aðilum sem virðast ganga um hverfið og taka í hurðarhúna hjá íbúum. Skapast hefur umræða um málið á Facebook og taka margir íbúar undir og hafa frá svipuðum sögum að segja.

Dæmi er um að óviðkomandi aðili hafi gengið inn á heimili þar sem útidyrahurðin var ólæst en hlaupist á brott þegar hann varð var við að heimilisfólk væri heima við.

Umræða myndaðist í lok febrúarmánaðar og aftur nú á dögunum. Virðist því vera um viðvarandi vandamál að ræða. Hafa íbúar gert lögreglu viðvart en hún kveðst lítið geta aðhafst þar sem engum hefur tekist að lýsa þessum óprúttnu aðilum.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó