Píeta

Íbúum á Akureyri hefur fjölgað

Íbúum á Akureyri hefur fjölgað

Íbúar Akureyrar hafa aldrei verið fleiri en þeim hefur fjölgað um 335 undanfarna 12 mánuði. Samkvæmt tölum Þjóðskrár Íslands voru 19.436 íbúar í bænum þann fyrsta ágúst síðastliðinn. Frá þessu er greint á vef bæjarins.

„Þessi þróun er afar ánægjuleg, enda tekur Akureyrarbær fagnandi á móti nýjum íbúum sem velja að njóta þeirra lífsgæði sem bjóðast í sveitarfélaginu og auðga um leið okkar góða samfélag,“ segir á vef bæjarins.

Þjóðskrá birtir mánaðarlega upplýsingar um íbúafjölda sveitarfélaga og miðar breytingu við 1. desember. Á þessu tímabili, síðustu átta mánuði, fjölgaði íbúum Akureyrarbæjar um 219 eða 1,1% sem er á pari við hlutfallslega fjölgun landsmanna í heild.

Íbúafjöldi á Norðurlandi eystra í heild hefur aukist um 295 frá 1. desember sl. eða um 1%. Íbúum fækkaði í 24 sveitarfélögum af 69 á umræddu tímabili.

Ef litið er til síðustu 12 mánaða, frá 1. ágúst 2020, hefur hlutfallsleg fjölgun íbúa Akureyrarbæjar numið 1,8% samanborið við 1,4% á landsvísu.

Á vef Þjóðskrár er hægt að skoða nánar fjölda íbúa eftir sveitarfélögum og samanburð við fyrri ár.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó