Icelandair hótel Akureyri hættir notkun plaströra

Icelandair hótel Akureyri.

Icelandair hótel Akureyri tók þá ákvörðun að hætta að bjóða upp á plaströr frá og með föstudeginum 9. mars. Icelandair hótel hlutu umhverfisverðlaun atvinnulífsins á síðasta ári og er sú ákvörðun að hætta með plaströr frekari liður í því að láta til sín taka í umhverfismálum.

Sigrún Björk Sigurðardóttir segir í samtali við Vikudag að staðurinn sé stöðugt að leita leiða til þess að minnka rusl og plastnotkun. Í stað plaströranna verði boðið upp á papparör á veitingastaðnum og barnum.

„Eins og flestir vita þá er ofnotkun á plasti í heiminum og hefur það skaðleg áhrif á umhverfi okkar allra, auk þess sem það tekur mörg ár fyrir plast að eyðast,“ segir Sigrún Björk Sigurðardóttir hótelstjóri.

„Með þessu viljum við vekja fólk til umhugsunar og um leið hvetja önnur veitingahús og skemmtistaði hér á norðurlandi til þess að gera það sama.“

Sambíó

UMMÆLI