Pétur Snæbjörnsson hótelstjóri og Erna Þórarinsdóttir hafa selt húsnæði og rekstur Hótels Reynihlíðar við Mývatn. Kaupandi er Icelandair Hotels. Þetta staðfesti Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels í samtali við Morgunblaðið í dag.
Magnea segir í samtali við blaðið að áherslur verði lagðar á gæði og að kaupin séu liður í að styrkja uppbyggingu gæðaferðaþjónustu á landsbyggðinni.
UMMÆLI