Idol prufur á Akureyri

Idol prufur á Akureyri

Sjónvarpsþátturinn Idol snýr aftur á Stöð 2 í haust. Þátturinn er nú á ferðinni um landið og framleiðendurnir verða á Akureyri þann 11. ágúst næstkomandi.

Áhugasamir geta tekið þátt í áheyrnarprufum fyrir þættina í Hofi þann 11. ágúst klukkan 13.00. Allir á aldrinum 16 til 30 ára geta mætt og tekið þátt án þess að skrá sig.

Prufur fyrir framleiðendur ákveða hvort viðkomandi kemst áfram á næsta stig í dómaraprufur í haust. Einnig er hægt að senda inn prufu í gegnum vefinn idol.stod2.is.

Idol þættirnir verða teknir upp á tímabilinu september 2022 til febrúar 2023 og verða sýndir á Stöð 2.

Sambíó

UMMÆLI