beint flug til Færeyja

Improv Ísland með námskeið á Akureyri

Leikhópurinn Improv Ísland

Leikhópurinn Improv Ísland

Improv Ísland sýnir í Samkomuhúsinu á Akureyri í samstarfi við Leikfélag Akureyrar 21. janúar. Í tilefni af því hefur verið ákveðið að bjóða upp á 8 skipta spunanámskeið sem hefst þann 9. janúar. Bjarni Snæbjörnsson, spunaleikari hjá Improv Iceland, sem er þekktur fyrir túlkun sína á Bjarna Benediktssyni í áramótaskaupinu 2015 mun kenna nemendum undirstöðuatriði í spuna.

Námskeiðið verður haldið á mánudögum og miðvikudögum í Samkomuhúsinu og er opið öllum eldri en 18 ára. Einungis 16 pláss eru í boði. Nánari upplýsingar um námskeiðið eru á improviceland.com

 

Sambíó

UMMÆLI