Ingi Björnsson er nýr formaður Íþróttafélagsins Þórs

Árni Óðinsson fráfarandi formaður Þórs og Ingi Björnsson nýkjörinn formaður Þórs. Mynd: thorsport/Palli Jóh

Á aðalfundi Þórs sem haldinn var í gærkvöld var Ingi Björnsson kjörinn nýr formaður íþróttafélagsins. Ingi tekur við af Árna Óðinssyni sem setið hafði sem formaður síðastliðin 6 ár.

Fyrsta mál á dagskrá fundarins var skýrsla formanns og kom Árni víða við í sinni yfirferð. Árni þakkaði starfsfólki Þórs, sjálfboðaliðum, íþróttafólkinu sem og öllum samstarfs- og styrktaraðilum Þórs fyrir samstarfið.

Meðal verkefni aðalstjórnar hafi m.a. verið vinna við stefnumótun félagsins sem unnin er í samstarfi við Háskólann á Akureyri;  Framtíðar skipulag á Þórssvæðinu og næsta nágrenni sem unnið var í samstarfi við Kollgátu og kynnt var á félagsfundi í mars síðastliðnum; Siðareglur Þórs sem hafi verið samþykktar á fundi aðalstjórnar 8. maí 2018.

Því næst gaf Árni, Helgu Lyngdal orðið sem kynnti nýjar siðareglur Þórs sem nú eru aðgengilegar á heimasíðu félagsins og hvatti fólk til þess að kynna sér þær. Helga sagði ennfremur að ef fólk vilji koma ábendingum á framfæri varðandi siðareglurnar þá væri allar ábendingar þar um vel þegnar.

Arnar Friðriksson kynnti  ársreikning félagsins. Í máli Arnars kom fram að rekstur á samstæðunni hafi gengið afar vel og þegar upp er staðið var rekstarafgangur samstæðunnar um 8,6 milljónir.

Nokkrar breytingar urðu á stjórn Þórs að þessu sinni. Úr stjórn fara Árni Óðinsson  formaður síðastliðin 6 ára, Arnar Friðriksson gjaldkeri, Elva Haraldsdóttir meðstjórnandi,  Páll Jóhannesson ritari og Magnús Víðisson áheyrnarfulltrúi unga fólksins.

Ingi Björnsson var einn í framboði til  formanns Þórs og var hann samþykktur einróma. Aðrir nýir í stjórn eru; Elma Eysteinsdóttir, Íris Ragnarsdóttir, Kristinn Ingólfsson sem kemur inn sem áhreyrnarfulltrúi unga fólksins.

Stjórn Þórs fyrir starfsárið 2018-2019 er því þannig skipuð. Ingi Björnsson formaður, Elma Eysteindóttir, Helga Lyngdal, Íris Ragnarsdóttir, Unnsteinn Jónsson og Þorgils Sævarsson. Varamenn í stjórn, Brynja Sigurðardóttir og Erla Ormarsdóttir og Kristinn Ingólfsson áheyrnarfulltrúi unga fólksins.


UMMÆLI