Ingþór keppir í MMA í London

Akureyringurinn Ingþór Örn Valdimarsson mun keppa fyrir hönd Fenris í atvinnumannabardaga í MMA í London þann 7. október næstkomandi.

Ingþór er yfirþjálfari og eini atvinnumaðurinn í MMA sem kemur úr Fenri. Hann mun keppa gegn Dawid Panfil í millivigt í keppninni Fightstar Championship. Bardaginn fer fram á leikvangi þar sem komast fyrir 2000 áhorfendur.

Aðalbardagi kvöldsins er bardagi milli Bjarka Þórs Pálsson úr Mjölni og Quamer Hussein.

Næstu helgi mun hópurinn hittast á Akureyri og æfa saman fyrir keppnina. Von er á að um 20-30 meðlimum Mjölnis að sunnan mæti og æfi með meðlimum Fenris til að undirbúa keppendur.

UMMÆLI

Sambíó