ÍR fékk sitt fyrsta stig gegn Þór

Ármann Pétur Ævarsson

Þórsarar fóru illa að ráði sínu þegar þeir heimsóttu ÍR-inga í lokaleik liðanna í Lengjubikarnum í fótbolta í gær. Lokatölur 1-1 og er þetta fyrsta, og þar með eina, stig ÍR í Lengjubikarnum í ár.

Ármann Pétur Ævarsson kom Þórsurum yfir snemma í síðari hálfleik og stefndi allt í sigur Þórsara því það voru komnar fjórar mínútur fram yfir venjulegan leiktíma þegar Eyþór Örn Þorvaldsson jafnaði fyrir ÍR.

Þórsarar enda í þriðja sæti riðilsins með sjö stig úr fimm leikjum þar sem liðið vann sigra á HK og Víkingi Ólafsvík en tapaði fyrir Val og ÍA auk jafnteflisins við ÍR.

ÍR 1 – 1 Þór
0-1 Ármann Pétur Ævarsson (’49)
1-1 Eyþór Örn Þorvaldsson (’94)

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó