Gæludýr.is

Ísak Andri keppir um heimsmeistaratitil á snjóskautum

Ísak Andri Bjarna­son, 20 ára pilt­ur bú­sett­ur á Ak­ur­eyri, er ná­lægt því að verða heims­meist­ari á snjóskaut­um. Ísak hefur búið meginþorra ævi sinnar á Akureyri en er fæddur á Neskaupsstað. Hann hefur æft snjóskauta í 1 og hálft ár en hefur æft parkour í 8 ár.

Ísak sigraði Iceland Winter Games í Hlíðarfjalli á dögunum og er nú jafn að stigum keppanda frá Kanada sem sigraði sambærilega keppni þar. Þeir keppast nú um heimsmeistaratitilinn á snjóskautum en vinningshafinn fer til Kína og Kóreu og keppir þar á heimsmeistaramóti á næsta ári.

Í augnablikinu er í gangi kosn­ing á Face­book-síðu Sled Dogs Snowska­tes, sem er fyr­ir­tækið sem stend­ur fyr­ir keppn­inni, sem stend­ur yfir í eina viku. Kosn­ing­unni lík­ur föstu­dag­inn 13. Apríl og þegar þetta er skrifað hef­ur Ísak yf­ir­hönd­ina. Hægt er að taka þátt í kosn­ing­unni hér. Til þess að kjósa kjósa Ísak og styðja hann og Ísland skal ýta á myndbandið, halda like takkanum inni og ýta á Wow kallinn;😮.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó