NTC netdagar

Íshokkístrákarnir sóttu brons til Nýja-Sjálands

Akureyringarnir í hópnum. Mynd: Árni Geir Jónsson

U-20 ára landslið Íslands í íshokkí náði góðum árangri í 3.deild heimsmeistarakeppninnar sem fram fór í Nýja-Sjálandi á dögunum. Sex Akureyringar voru í hópnum.

Strákarnir hófu mótið á öruggum sigri gegn Ísrael, 3-0. Í næsta leik á eftir biðu strákarnir lægri hlut fyrir sterku liði Kínverja, 1-4. Ísland vann svo Taíwan 7-2 í þriðja og síðasta leik riðlakeppninnar sem þýddi að liðið mætti Tyrklandi í undanúrslitum.

Þar höfðu Tyrkir betur og því beið strákanna leikur gegn heimamönnum í Nýja-Sjálandi um þriðja sæti mótsins. Það er skemmst frá því að segja að Íslendingar völtuðu yfir heimamenn og unnu mjög öruggan 10-0 sigur.

Leikmenn Skautafélags Akureyrar voru í algjöru lykilhlutverki hjá Íslandi á mótinu en Sigurður Freyr Þorsteinsson var valinn besti leikmaður Íslands í mótinu. Annar leikmaður SA, Hafþór Andri Sigrúnarsson var stigahæsti leikmaður Íslands í mótinu með 3 mörk og 4 stoðsendingar í leikjunum fimm.

Eins og áður segir voru fjórir aðrir Akureyringar í hópnum, þeir Gunnar Aðalgeir Arason, Matthías Már Stefánsson Axel Snær Orongan og Heiðar Örn Kristveigarson en þeir tveir síðastnefndu leika í Svíþjóð um þessar mundir.

UMMÆLI

Sambíó