beint flug til Færeyja

Íslandsmeistarar heiðraðir í Síðuskóla

Mynd frá athöfninni í morgun tekin af akureyri.is

Lið Síðuskóla sem sigraði Skólahreysti í apríl var í morgun heiðrað á sal skólans. Ólöf Inga Andrésdóttir skólastjóri Síðuskóla hældi keppendunum og stuðningsliði þeirra í hástert og las upp nokkrar vel valdar kveðjur sem bárust þegar úrslitin lágu fyrir.

Sjá einnig: Síðuskóli sigraði Skólahreysti og bætti íslandsmet

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri steig næst á svið og þakkaði liðinu fyrir frammistöðuna sem hann sagði vera öðrum hvatning á þessu sviði sem öðrum. Keppendur liðsins fengu svo að lokum áritaða bók með þakkarkveðju frá bæjarstjórn Akureyrar undirritaða af bæjarstjóra.
Sambíó

UMMÆLI