NTC netdagar

Íslenskur námsmaður borðar úr ruslinu

Rakel Guðmundsdóttir

Rakel Guðmundsdóttir er 22 ára ára Akureyringar sem flutti nýverið til Lund í Svíþjóð þar sem hún stundar nám. Rakel heldur uppi bloggsíðunni svonablogg.wordpress.com ásamt Hildi Þórbjörgu Ármannsdóttur. Á blogginu fjalla þær um sjálfbærni, nýtingu og umhverfið. Fyrr í kvöld birti Rakel ansi áhugaverða færslu þar sem hún segir frá reynslu sinni af svokölluðu “dumpster diving”.

Meðleigjandi Rakelar stundar dumpster diving og er því kallaður á góðri íslensku ruslari. Í pistlinum segir Rakel að  að mataræði hans byggist einfaldlega á þeim mat sem hann finnur í ruslinu hjá matvöruverslunum. „Maturinn sem hann finnur og borðar er að sjálfsögðu í fullkomnlega góðu lagi og í versta falli að nálgast seinasta söludag. Einnig er hann vegan en það er lítið mál þar sem megnið af því sem búðirnar henda eru einmitt ávextir og grænmeti.“

Matur úr ruslinu. Mynd: svonablogg.wordpress.com

„Ég hafði aðeins lesið um þennan dumpster lifnaðarhátt en
aldrei prufað þetta sjálf þannig að þegar ég flutti inn með reynsluboltanum nýtti ég auðvitað tækifærið. Eftir að hafa prufað þetta var ég gjörsamlega í sjokki yfir því hversu miklu magni af fullkomnlega góðum mat er hent. Við fundum heilan haug af gulum og flottum banönum, alls konar grænmeti og ávexti, mikið magn af brauði o.s.frv.“

Hægt er að lesa færslu Rakelar og sjá fleiri myndir hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó