Prenthaus

Ítalskir fjölmiðlar segja að KA fái 45 milljónir fyrir Brynjar

Ítalskir fjölmiðlar segja að KA fái 45 milljónir fyrir Brynjar

Knattspyrnumaðurinn Brynjar Ingi Bjarnason er á leið til ítalska félagsins Lecce frá KA. Ítalskir fjölmiðlar hafa fjallað um málið en á vefsíðu soccerlecce.it kemur fram að KA fái 300 þúsund evrur fyrir söluna á Brynjari eða um 45 milljónir króna. Auk þess munu KA fá prósentu af næstu sölu á Brynjari Inga.

Brynjar hefur gert samkomulag við Lecce um þriggja ára samning en reikna má með því að Lecce tilkynni um kaupin síðar í dag.

Brynjar sem er 21 árs gamall hefur verið magnaður fyrir KA og íslenska landsliðið í fótbolta í sumar og það verður spennandi að sjá hvernig honum mun ganga á Ítalíu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó