Íþróttafélagið Akur setti Íslandsmet og vann Íslandsmeistaratitil – Izaar bogfimimaður ársinsIzaar Arnar Þorsteinsson

Íþróttafélagið Akur setti Íslandsmet og vann Íslandsmeistaratitil – Izaar bogfimimaður ársins

Íþróttafélagið Akur setti Íslandsmet og vann Íslandsmeistaratitilinn í félagsliðakeppni karla á Íslandsmeistaramótinu í bogfimi um helgina. Í liðinu voru Alfreð Birgisson, Ásgeir Ingi Unnsteinsson og Þorsteinn Halldórsson.

Íslandsmeistaramótið var haldið 26-27 nóvember 2021 í Bogfimisetrinu Dugguvogi 2, Reykjavík. Þetta er í fyrsta sinn sem keppt er í úrslitakeppni félagsliða á Íslandsmeistaramóti Innanhúss og því settu félagarnir Íslandsmetið í trissuboga liða útsláttarkeppni.

Izaar Arnar Þorsteinsson í íþróttafélaginu Akri vann Íslandsmeistarmótið í bogfimi í berbogaflokki. Izaar vann úrslitaviðureignina örugglega 6-0 og greip en annan titilinn í berboga, en hann hefur hreppt nokkra slíka á síðustu árum. Sigurður Sæmundsson einnig úr ÍF Akur hreppti brons verðlaunin á mótinu.

Izaar var í kjölfarið verðlaunaður sem bogfimimaður ársins í berboga annað árið í röð og hefur nú unnið Íslandsmeistaratitlana í berboga innandyra og utandyra síðustu 2 ár.

Sambíó

UMMÆLI