Íslandsmótið í frjálsum íþróttum fatlaðra fór fram um síðustu helgi. Eik íþróttafélag fatlaðra á Akureyri átti 6 keppendur sem fóru á mótið og stóðu þau sig öll frábærlega.
Fyrir Eik kepptu þau Kristófer Fannar Sigmarsson, Fannar Logi Jóhannesson, Héðinn Jónsson, Stefanía Daney Guðmundsdóttir, María Dröfn Einarsdóttir og Helena Ósk Hilmarsdóttir.
Þessi flotti hópur gerði sér lítið fyrir og kom heim með 10 gull, 9 silfur og 8 brons sem verður að teljast stórkostlegur árangur. Með þessum árangri tryggði liðið sér einnig Íslandsmeistartitil félaga.
UMMÆLI