Ivan Mendez gefur út sína fyrstu breiðskífu

Ivan Mendez gefur út sína fyrstu breiðskífu

Tónlistarmaðurinn Ivan Mendez gaf í dag út fyrstu breiðskífu sína undir eigin nafni. Platan heitir FAR-FÜGL og er aðgengileg á öllum helstu tónlistarveitum. Þú getur hlustað á plötuna hér að neðan.

Platan inniheldur tíu lög, átta þeirra eru frumsamin en tvö þeirra eru lög sem Ivan heldur mikið upp á og hefur fært í nýjan búning. Elsta lag plötunnar er frá 2017 en það nýjasta samdi Ivan í sóttkví í maí á þessu ári.

„Framleiðsluferlið hefur verið langt, u.þ.b heilt ár af mikilli vinnu, en afskaplega lærdómsríkt og gefandi því þetta er jafnframt fyrsta plata sem ég hljóðrita og hljóðblanda upp á eigin spítur, lokavinnslu (masteringu) sá þó kæri vinur minn Sigfús Jónsson um,“ segir Ivan.

„Við sköpun hljóðheims plötunnar ákvað ég að notast einungis við hljóðfæri úr við, skinni og skeljum, þau hljóð sem ég get framkallað með röddinni og búkslætt, og síðast en ekki síst greinum, fjöðrum og öðrum hlutum sem urðu á vegi mínum og náttúrulegir geta talist. Það má því segja að um lífræna framleiðslu sé að ræða.“

UMMÆLI

Sambíó