Ivan og Stefán gefa út nýtt lag

Ivan og Stefán gefa út nýtt lag

Norðlensku tónlistarmennirnir Ivan Mendez og Stefán Elí Hauksson sendu í dag frá sér lagið Flowers. Hlustaðu á lagið í spilaranum hér að neðan.

Ivan og Stefán hafa unnið töluvert saman í gegnum tíðina en þeir eru báðir útskrifaðir úr Skapandi tónlist við Tónlistarskólann á Akureyri. Þeir syngja til að mynda saman í laginu When Angels Cry af plötunni Pink Smoke en það lag hefur fengið hátt í milljón spilanir á Spotify.

Þeir voru staðsettir í sitthvoru landinu við gerð lagsins Flowers en Ivan var í Berlín í Þýskalandi og Stefán á Akureyri.

Hlustaðu á lagið:

Sambíó

UMMÆLI