Gæludýr.is

Ívar Örn framlengir samning sinn við KAMynd: ka.is

Ívar Örn framlengir samning sinn við KA

Knattspyrnukappinn Ívar Örn Árnason hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út árið 2024.

„Þetta eru gífurlega jákvæðar fréttir enda hefur Ívar verið í algjöru lykilhlutverki í öflugu liði KA sem tryggði sér á dögunum sæti í Evrópu á næstu leiktíð. Ívar er 26 ára gamall og hefur verið einn besti miðvörður Bestu deildarinnar í sumar en ekki nóg með að vera frábær varnarmaður er Ívar magnaður karakter sem gefst aldrei upp og mikill félagsmaður en hann er uppalinn hjá KA. Þá var faðir hans, Árni Freysteinsson, leikmaður í Íslandsmeistaraliði KA sumarið 1989.,“ segir í tilkynningu á vef KA.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó