Múlaberg

Izaar og Alfreð bogamenn ársins í sinni grein

Izaar og Alfreð bogamenn ársins í sinni grein

Alfreð Birgisson var valinn Trissubogamaður BFSÍ árið 2023. Þetta er annað árið í röð sem Alfreð hreppir titilinn. Valið fer fram á hlutlausann veg byggt á útreikningi árangurs keppenda á árinu á innlendum og erlendum mótum.

Þá var Izaar Arnar Þorsteinsson í Íþróttafélaginu Akri var valin Berbogamaður BFSÍ árið 2023. BFSÍ veitti viðurkenninguna fyrsta árið sem sambandið starfaði og Izaar hefur hreppt titilinn öll árin (2020, 2021, 2022 og 2023).

Frá árinu 2020-2023 hafði Izaar unnið 7 Íslandsmeistaratitla í röð. En sú sigurröð var brotin á árinu þar sem Izaar náði ekki að verja Íslandsmeistaratitilinn sinn innandyra í mars.

  • Íslandsmeistari karla utandyra 4 ár í röð (frá 2020-2023)
  • Íslandsmeistari karla innandyra 3 ár í röð (frá 2020-2022)

Izaar vann einnig fyrsta Íslandsmeistaratitil óháðan kyni í berboga utandyra, en formlegum titli í þeirri keppni var bætt við á árinu 2023, meðal annars til þess að koma á móts við kynsegin íþróttfólk og til að búa til vettvang þar sem að konur og karlar geta keppt gegn hvert öðru formlega.

Alfreð vann fyrstu formlegu Íslandsbikarmótaröð innandyra á vegum Bogfimisambands Íslands og hreppti því 50.000.kr verðlaunaféð. Bikarmótaröðin er kynlaus og því hörð samkeppni í henni. Sigurvegari er titlaður byggt á bestu þremur skorum keppenda úr Bikarmótum BFSÍ 2022-2023. Alfreð tók sigurinn með 1712 stig og var því titlaður fyrsti Íslandsbikarmeistari BFSÍ í trissuboga.

gull úrslitaleiki á Íslandsmeistaramóti utandyra og innandyra, en á báðum mótum voru gull úrslitaleikirnir hnífjafnir. Alfreð náði að verja Íslandsmeistaratitil sinn utandyra 136-135 en þurfti að sætta sig við silfrið innandyra í leik sem endaði 143-142. Það kom þó ekki að sök þar sem heildarframmistaða Alfreðs var nægileg til að tryggja honum Trissubogamaður árins 2023 annað árið í röð.

Alfreð var skráður til keppni á Evrópumeistaramóti innandyra í febrúar 2023 í Samsun Tyrklandi en hann lenti í 8 sæti með liðinu á EM 2022. En því miður var EM aflýst þegar þjóðarsorg var lýst yfir í Tyrklandi vegna náttúruhamfara sem gengu yfir landið nokkrum dögum fyrir EM. Jarðskjálftahrina reið yfir landið, þar sem fleiri en 50.000 manns fórust og öllum viðburðum því aflýst í landinu.

Alfreð keppti á HM utandyra í Berlín þar sem hann endaði í 39 sæti ásamt liði sínu. Alfreð stóð sig vel í opnu heimsmótaröð alþjóðabogfimisambandsins innandyra þar sem hann endaði í 40 sæti á World Series Open heimslista. Alfreð endaði einnig í 9 sæti ásamt liði sínu á Evrópubikarmóti utandyra í apríl í Bretlandi.

Alfreð var að ljúka keppni á JVD Open í Hollandi og World Series í Lúxemborg og er 26 sæti á World Series Elite heimslista þegar þetta er skrifað. En heimsmótaröðin 2023-2024 endar í janúar 2024 og þá verða loka úrslit ljós.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó