Jafnréttisdagar í HA haldnir í annað sinn

14034847_1252803221420293_3883547570960072040_nÍ næstu viku mun jafnréttisráð Háskólans á Akureyri standa fyrir Jafnréttisdögum. Þeir munu hefjast á mánudaginn, 10. október og standa til fimmtudags, 13. Jafnréttisdagar eru samstarfsverkefni allra háskóla í landinu. Þetta er í annað sinn sem haldið er upp á jafnréttisdaga í Háskólanum á Akureyri en markmið þeirra er að tvinna saman hinar ýmsu víddir jafnréttis og dagskráin er fjölbreytt. Ókeypis er á alla viðburði og aðgangur öllum heimill.

Dagskráin mun hefjast með því að kveikt verður á kertum og ljósaseríum í Miðborg, anddyri skólans klukkan 9.30 á mánudagsmorgun. Anna Richardsdóttir listakona mun síðan fremja þar ,,Hreingjörning“. Dagskrána í heild sinni má sjá hér.

Með Jafnréttisdögum er stefnt að því að skapa umræðu um jafnréttismál og gera þau sýnileg innan skólana sem utan. Viðfangsefnið er jafnrétti í víðum skilningi og margt fólk kemur að dögunum sem starfar að jafnréttismálum. Fræðileg umfjöllun og fjölbreyttir viðburðir munu einkenna dagana.

Við hvetjum lesendur til að láta sjá sig og taka þátt í jafnréttisdögunum.

 

vefbanner88


UMMÆLI

Sambíó