Prenthaus

Jafnréttisdagar: Inngilding í stjórnmálum – Hvað getum við gert betur?

Jafnréttisdagar: Inngilding í stjórnmálum – Hvað getum við gert betur?

Á opnunarviðburði Jafnréttisdaga 2024 munu tvær stjórnmálakonur með erlendan uppruna, Lenya Rún Taha Karim (hún) og Sanna Magdalena Mörtudóttir (hún), ræða um inngildingu í stjórnmálum á Íslandi í dag.

Meðal umræðuefna verða spurningar um hvernig sé að komast að í stjórnmálum sem manneskja af erlendum uppruna, hverjar séu áskoranirnar, hvort sé stéttaskipting við að komast að í pólitík, hvernig sé hægt að koma betur málefnum fólks af erlendum uppruna að á dagskrá þings og borgar/bæjarstjórna og hvernig gengur að ræða mál tengd stéttaskiptingu þar. Einnig verður rætt um kosningaþátttöku fólks af erlendum uppruna en síðasta vetur beindi umfjöllun Kveiks kastljósinu á afar dræmri þátttöku fólks af erlendum uppruna í sveitarstjórnarkosningum.

Umræðum stjórnar Hulda Þórisdóttir (hún), prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.

Viðburðurinn verður í beinu streymi á Facebook síðu Jafnréttisdaga og gefst áhorfendum færi á að senda inn spurningar. Viðburðurinn fer fram á íslensku og aðgangur er ókeypis.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó