Jakob Birgisson hringir inn jólin á Græna Hattinum

Jakob Birgisson hringir inn jólin á Græna Hattinum

Jakob Birgisson, skemmtikraftur, mun hringja inn jólin á Norðurlandi með uppistandi á Græna Hattinum þann 16. desember og Gamla Bauk á Húsavík 17.desember.

Jakob hefur verið á meðal vinsælustu skemmtikrafta landsins um nokkurt skeið. Meðfram uppistandi hefur Jakob komið að handritaskrifum, leiklist og dagskrárgerð. Hann hefur stýrt útvarpsþáttum á Rás 2, gert sjónvarpsþætti fyrir Rúv og skrifað Áramótaskaupið.

Þetta verður ekki í fyrsta skiptið sem Jakob skemmtir Norðlendingum. Hann hefur tvisvar verið með sýningar á Græna Hattinn og segir hann vera einn af sínum uppáhalds stöðum til að troða upp á. Þá skemmti hann á Siglufirði í sumar.

„Ég hlakka virkilega til að koma aftur að skemmta á Akureyri. Það er alltaf góð stemning og vel tekið á móti manni. Ég bind líka miklar vonir við stemninguna á Húsavík. Þangað kom ég í sumar og áttaði mig á að ég þyrfti að halda uppistandssýningu á Húsavík. Mér finnst líka spennandi að gera þetta allt rétt fyrir jól. Ég held að jólauppistand séu nýju jólatónleikarnir.“

UMMÆLI

Sambíó