Jakob Franz skoraði sitt fyrsta mark fyrir Venezia

Jakob Franz skoraði sitt fyrsta mark fyrir Venezia

Akureyringurinn Jakob Franz Pálsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir U19 ára lið Venezia í knattspyrnu um helgina. Hinn 18 ára gamli Jakob gekk til liðs við Venezia á Ítalíu á láni frá Þór Akureyri í janúar síðastliðnum.

Jakob skoraði með skalla í 2-2 jafntefli gegn Vicenza en mark hans má sjá hér að neðan.

UMMÆLI