Játning – Mér finnst ógeðslegt að fara í sleik

Óðinn Svan skrifar

Ég hef áður notfært mér aðstöðu mína hér á þessu miðli og opnað á umræðuna um persónuleg vandamál sem að lítið eru rædd. Fyrst steig ég fram og viðurkenndi hræðslu mína gagnvart dýrum og svo þá staðreynd að ég, 27 ára gagnkynhneiði maðurinn, elskaði eurovison.

Sjá einnig: Játning – Ég er hræddur við dýr

Sjá einnig: Játning – Ég elska Eurovision

Það er hins vegar öllu alvarlegra vandamálið sem ég þarf að játa í dag. Eins og áður segir er ég 27 ára og varð svo heppinn þegar ég var 17 ára að ná mér í gullfallega konu. Margir að mínum bestu vinum eru reyndar enn að klóra sér i hausnum yfir því hvers vegna þetta myndarleg kona endaði með mér. (Sjá mynd neðst í pistli).

Það er samt eitt vandamál, ég get ekki farið í sleik. Fyrir þá sem ekki vita þá er sleikur það þegar fólk kyssist svo innilega að tungur flökta í munni hvors annars. Munnvatn þeirra sem sleikinn stunda blandast því nokkuð eins og gefur að skilja. Hvort það er þessi munnvatnsblöndunin eða hræðslan við tungur sem að ég óttast veit ég ekki en staðreyndin er sú að mér finnst ógeðslegt að fara í sleik.

Döpur vegna skorts á sleik

Ég árétta það að vandamálið er þó ekki konan mín. Þó svo að við höfum verið saman í að verða áratug er óttinn við sleikinn mun eldra vandamál. Ég gerði óformlega könnun meðal vina og vandamanna um þetta fyrirbæri og svo virðist sem ég glími einn við þennan kvilla. Ég er hins vegar sannfærður um að þarna úti leynist menn og konur sem hata sleikinn. Ég biðla því til þeirra að stíga út úr myrkrinu og sameinast gegn þeirri hefð að elskandi fólk þurfi að skiptast á munnvatni til að tjá ást.

Sambíó

UMMÆLI