Jessica Tawczynski sýnir í Deiglunni

Jessica Tawczynski er listamaður nóvembermánaðar í gestavinnustofu Gilfélagsins

Rhizome, sýning gestalistamanns Gilfélagsins Jessicu Tawczynski verður í Deiglunni laugardaginn 25. nóvember kl. 14 – 17. Sýningin verður einnig opin sunnudag kl. 14 – 17.  Boðið verður upp á léttar veitingar og listamaðurinn verður á staðnum.

Sýningin Rhizome (e. Jarðstöngull) undirstikar áhuga myndlistarmannsins Jessicu Tawczynski á eðli jarðstöngulsins eins og hann er kynntur af heimspekingunum Deleuze og Guittari. Jarðstöglinum er lýst sem rótarkerfi eða korti, eitthvað sem getur ekki fjölgað sér án þess að umbreytast, veruleiki sem er síbreytilegur en fastur í hringrás líðandi stundar.

Jessica skapar sér sjónrænt tungumál með því að daðra við vísinda- og heimspekikenningar ásamt því að samtvinna akademíska þekkingu og reynslu. Verkin sem verða til sýnis samanstanda af fjölda prenta sem eru klippt saman og nýta sér samtal teikningar, málverksins og grafík. Tungumálið er byggt upp af þessu samspili á yfirborðinu og gefa til kynna einhverskonar hreyfingu lífveru sem umbreytir landslaginu, eða kerfisbundinni formgerð þar sem hlutir fara út og inn úr tilverunni.

Um listamanninn:
Jessica Tawczynski lauk BFA námi í UMass Lowell og mastersnámi í listum frá MassArt. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga s.s. Boston Young Contemporaries 2017, High Rock Tower í New York, Wareham Street Studios í Boston og Shenkar College í Tel Aviv í Ísrael.
Jessica Tawczynski er listamaður nóvembermánaðar í gestavinnustofu Gilfélagsins.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó