Jodie Foster nýtur lífsins á NorðurlandiFoster hélt upp á afmælið sitt í Reykjavík á dögunum

Jodie Foster nýtur lífsins á Norðurlandi

Bandaríska stórleikkonan Jodie Foster er um þessar mundir stödd á Norðurlandi við tökur á bandarísku sjónvarpsþáttunum True Detective. Foster hefur til að mynda heimsótt Smámunasafnið í Eyjafirði og skellt sér á skíðasvæðið í Hlíðarfjalli.

Foster hefur undanfarna daga verið við tökur á Dalvík. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Foster hefði skellt sér á skíði í Hlíðarfjalli. Veg­far­endur sem Frétta­blaðið ræddi við sögðu hana virðast hafa verið al­sæla.

Foster heimsótti einnig Smámunasafnið í Eyjafirði og var á því að safnið væri einstakt listasafn samkvæmt Sigríði Rósu Sigurðardóttur, safnstýru. Sigríður segir í samtali við Fréttablaðið að hún hafi alltaf verið mikill aðdáandi Foster og að það hafi verið mikið heillaspor að fá að hitta hana.

„For­sagan að þessu er að ég fæ sím­tal frá bílstjóranum hennar sem lætur mig vita að þeim langi að skoða safnið án þess þó að segja hver væri þarna á ferðinni. Safnið er ekki opið þessa dagana en það var eitt­hvað sem sagði mér að leyfa þeim að koma þótt að ég vissi ekki hver væri þarna á för,“ segir Sig­ríður í Fréttablaðinu.

„Þær voru of­boðs­lega á­huga­samar um safnið og fannst þetta alveg stór­kost­legt. Þeim fannst synd að heyra að það væri ó­vissa um fram­tíðina og að það væri verið að selja hús­næðið því þær voru með ýmsar hug­myndir hvernig hægt væri að nýta alla þessa hluti. Þetta er náttúru­lega ein­stakt safn á heims­vísu, það var maður sem safnaði fimmtíu þúsund munum á sjö­tíu ára tímabili,“ segir Sig­ríður.

Sambíó

UMMÆLI