Múlaberg

Jóhann jafnaði met í stórsigri ÞórsaraJóhann skorar alltaf mörk

Jóhann jafnaði met í stórsigri Þórsara

Þórsarar unnu sannfærandi sigur gegn Þrótti Reykjavík í Lengjudeildinni í knattspyrnu fyrr í dag. Leiknum lauk með 5-1 sigri Þórs.

Fannar Daði Malmquist skoraði 2 fyrstu mörk Þórsara í leiknum, Ólafur Aron Pétursson og Ásgeir Marinó Baldvinsson bættu svo tveimur mörkum við áður en að Jóhann Helgi Hannesson gulltryggði örrugan sigur í lok leiksins.

Markið hans Jóhanns var hans 73. fyrir Þór í deild og bikar. Hann jafnaði þar með markafjölda Ármanns Péturs Ævarssonar fyrir Þór en enginn hefur skorað fleiri mörk fyrir félagið í deild og bikar.

Þórsarar eru eftir leikinn í sjöunda sæti Lengjudeildarinnar.

Sambíó

UMMÆLI