Jóhanna Helga segir ótrúlega sögu sína í Eigin Konur

Jóhanna Helga segir ótrúlega sögu sína í Eigin Konur

Jóhanna Helga Gunnlaugsdóttir var gest­ur Eddu Falak og Fjólu Sig­urðardótt­ir í nýjasta hlaðvarpsþætt­i Eig­in kon­ur. Þar ræddi hún uppeldi sitt á Akureyri, sem var litað af áföllum og ofbeldi. Jóhanna var misnotuð þegar hún var aðeins fjögurra ára gömul og var send í fóstur þegar hún var fimm ára.

Á unglingsárunum var Jóhanna í mikilli neyslu sem hún missti stjórn á. Hún var heimilislaus um tíma og fór reglulega í meðferð. Jóhanna fer yfir ótrúlega ævi sína í viðtalinu og segir frá áföllunum í lífi sínu, meðal annars þegar henni var nauðgað þegar hún fór til Svíþjóðar í meðferð.

Hún er á góðum stað í lífinu í dag og er búin að vera edrú í fimm ár. Hana langar að læra sálfræði og segist hafa mikinn áhuga á því að láta gott af sér leiða og hjálpa börnum og fíklum.

Hlustaðu á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

UMMÆLI