Prenthaus

Jóhannes Kr. hélt fyrirlestur fyrir fjölmiðlanema

Rannsóknarblaðamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson var gestur í tíma hjá fjölmiðlafræðinemum við Háskólann á Akureyri í morgun. Jóhannes er meðal annars þekktur fyrir Kompás þættina, starf sitt í Kastljósi og nú nýlega hlutverk sitt við opinberun Panamaskjalanna svokallaðra og margfrægt viðtal sitt við Sigmund Davíð tengt því.

Jóhannes fór yfir starf sitt með nemendum og hvað felst í því að vera rannsóknarblaðamaður. Hann sagði nemendum frá ýmsum málum sem hann hefur unnið að og hvað þurfi til þegar rannsaka á flókin mál. Jóhannes fór meðal annars yfir Panamaskjalamálið, Kompásþættina og ýmis önnur verkefni sem hann hefur unnið að. Jóhannes starfar nú sem ritstjóri Reykjavík Media sem er fjölmiðill sem leggur áherslu á opna og upplýsandi blaðamennsku.

Fjölmiðlanemar, sem og aðrir nemendur skólans, sem mættu á fyrirlestur Jóhannesar voru ánægðir að fá þennan gest sem gaf góða innsýn í blaðamannastarfið og svaraði spurningum nemenda að fyrirlestri loknum.

Frá fyrirlestrinum í morgun

Frá fyrirlestrinum í morgun

Sambíó

UMMÆLI