Jói Bjarna gefur kost á sér á lista Framsóknarflokksins

Jóhannes G. Bjarnason

Jó­hann­es G. Bjarna­son íþrótta­kenn­ari og fyrr­ver­andi bæj­ar­full­trúi á Ak­ur­eyri tilkynnt uppstillingarnefnd að hann hafi ákveðið að gefa kost á sér á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi.

Jóhannes tilkynnti þessa ákvörðun á Facebook-síðu sinni fyrr í dag. Hann gagnrýnir Sigmund Davíð í færslu sinni og talar um að hann hafi ekki mætt til vinnu á síðasta þingi og að það hafi lagt kjölinn að Miðflokknum. Jóhannes segir að þó það sé dapurlegt hversu margir hafi fylgt Sigmundi eftir sé það líklega nauðsynlegt til að sjá hvar siðferðislínan liggi.

Hann segir að þeir sem standi nú eftir í Framsóknarflokknum séu þeir sem ekki geti réttlætt gjörðir Sigmundar í aflandseyjamálinu.

Jóhannes starfar sem íþróttakennari í Brekkuskóla og var á árunum 2002 til 2010 bæjarfulltrúi hjá Akureyrarbæ. Hann er einnig formaður Holl­vina­sam­taka Fjórðungs­sjúkra­húss­ins á Ak­ur­eyri.

 

UMMÆLI

Sambíó