JóiPé og Króli skemmta á Akureyri í fyrsta skipti

Vinsælustu rapparar landsins um þessar mundir þeir JóiPé og Króli munu halda sínu fyrstu tónleika á Akureyri næstkomandi laugardag 14. október.

Rappdúettinn hefur sett Ísland á hliðina með plötu sinni Gerviglingur sem er vinsælasta plata ársins á Íslandi. Þeim til halds og trausts verða góðir gestir bæði að norðan og sunnan.

Strákarnir munu flytja plötuna Gerviglingur í heild sinni í Sjallanum. 18 ára aldurstakmark er á viðburðinn og opnar húsið á miðnætti. Sjálfir eru JóiPé og Króli einungis 16 og 17 ára og verður því væntanlega ekki hleypt inn á staðinn þegar þeir hafa lokið flutningi sínum.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó