Jökull í Kaleo baðaði sig í bjór – mynd

Flottur kappi

Rokkarinn og hjartaknúsarinn, Jökull Júlíusson var staddur á Norðurlandi um helgina en hljómsveit hans, Kaleo hefur farið sigurför um heiminn undanfarin misseri.

Jökull nýtti tímann til að hlaða batteríin og skellti sér í Björböðin í Árskógsandi og slappaði af en böðin opnuðu nýverið. Bjórheilsulindin er sú fyrsta sinnar tegundar á Norðurlöndunum en böðin á Árskógsandi eru 7 talsins. Hvert kar er fyllt af bjór, vatni, humlum og geri.

Af myndinni að dæma fer afar vel um söngvarann geðþekka í baðinu.

Sambíó

UMMÆLI