Prenthaus

Jólaaðstoð á Eyjafjarðarsvæðinu

Rauði Krossinn, Hjálparstarf Kirkjunnar, Hjálpræðisherinn á Akureyri og Mæðrastyrksnefnd Akureyrar og nágrennis undirrituðu í dag samning um jólaaðstoð á Eyjarfjarðarsvæðinu fyrir þessi jól. Þessi fjögur samtök hafa starfað saman við jólaaðstoðina frá árinu 2012.

Í aðstoðinni felst það að styrkja þá efnaminni með greiðslukortum með inneign sem gilda í ákveðnum verslunum. Jólagjöfum er einnig safnað á Glerártorgi og Hertex og Rauði Krossinn eru með fataúthlutun. Umsóknum hefur farið fjölgandi frá því fyrstu jólin sem aðstoðin var í boði. Við undirritun samningsins í dag kom fram að áhugi er fyrir að einskorða þessa aðstoð ekki einungis við jólin heldur að hún nái yfir stærra tímabil.

Það styttist í jólin

UMMÆLI

Sambíó